Geðsvið Landspítala boðaði til stórs samráðsfundar sem haldinn er í Iðnó fimmtudaginn 25. janúar 2009 til kl. 17:00 í þeim tilgangi að ná saman fulltrúum fjölmarga hópa og einstaklinga sem tengjast geðheilbrigðismálum með einum eða öðrum hætti, bæði þjónustunni sjálfri og sem notendur. Ætlunin er að leggja grunn að nýrri stefnumótun fyrir geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Á fundinum eru, auk 50 starfsmanna á Landspítala, um 70 fulltrúar frá ýmsum félaga- og notendasamtökum sem tengjast geðheilbrigðismálum, ráðuneytum heilbrigðis- og félagsmála, svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra, heilsugæslunni, félagsþjónustunni, landlækni, lögreglunni og fleirum.