Í tengslum við endurskipulagningu heilbrigðisþjónustunnar í Kína er verið að móta svæðisstjórnun heilbrigðismála í Shanghai. Kínverska sendinefndinni hafði í því sambandi áhuga á að kynna sér heilbrigðisþjónustu á Íslandi í heild en einkum stjórnun og skipulags spítalans, stefnumótun, gæðastjórnun og árangursmælingar. Einnig kynntu þér sér áform um byggingu nýs Landspítala. Að lokinni kynningu á Landspítala með fulltrúum framkvæmdastjórnar spítalans skoðuðu gestirnir frá Shanghai Barnaspítala Hringsins.
Sjúkrahúsforstjórar frá Shanghai í heimsókn
Sendinefnd sjúkrahúsforstjóra í Shanghai í Kína kynnti sér starfsemi Landspítala í heimsókn 30. júní.
Sendinefnd forstjóra þróunarmiðstöðvar sjúkrahúsa í Shanghai í Kína og nokkurra forstjóra spítalanna þar heimsótti Landspítala 30. júní 2009 til þess að kynna sér starfsemi háskólasjúkrahússins.