Ötull hópur frá Landspítala Grensási ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á Menningarnótt og tengja það söfnunarátakinu "Á rás fyrir Grensás" sem hófst með langhlaupi Gunnlaugs Júlíussonar frá Reykjavík til Akureyrar í byrjun júlí 2009. Með því hlaupi söfnuðust um 1,3 milljónir króna en markmiðið er að safna 500 milljónum króna til stuðnings endurhæfingarstarfseminni á Grensási.
Starfsmenn Landspítala og aðrir sem ætla að taka þátt í maraþoninu geta safnað áheitum fyrir Grensás með hlaupi sínu. Við skráningu er valið að hlaupa í þágu Hollvina Grensásdeildar. Þeir sem hafa þegar skráð sig en ekki valið góðgerðarsamtök geta haft samband við aðstandendur hlaupsins til að lagfæra það.
Þeir sem hlaupa ekki geta heitið á hlaupara. Farið inn á www.marathon.is og smellt á "Heita á hlaupara". Þá er hægt að heita á hlaupara að eigin vali.
Tengt efni: Ofurhlauparinn Gunnlaugur safnaði rúmri milljón fyrir starfsemina á Grensási