Áfram verður lögð áhersla á að vernda öryggi sjúklinga og þjónustu við þá auk þess sem reynt verður að komast hjá uppsögnum starfsmanna.
Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri kynnti aðgerðirnar á fjórum fjölmennum starfsmannafundum á Landspítala föstudaginn 4. september 2009 og á fundi með blaða- og fréttamönnum í kjölfarið.
Helstu aðgerðir:
Breyting á sólarhringsdeildum í dagdeildir eða 5-daga deildir.
Lokun tveggja skurðstofa.
Lækkun kostnaðar við innkaup.
Lækkun bifreiðakostnaðar.
Tímabundnar ráðningar verða ekki endurnýjaðar.
Ekki verður ráðið í störf þeirra sem hætta vegna aldurs.
Lækkun sí- og endurmenntunarkostnaðar.
Ákveðnari reglur um breytilega yfirvinnu.
Með þessum aðgerðum er áætlað að hagræða megi um 400 milljónir á þessu ári. Aðgerðirnar verða nánar útfærðar á næstu tveimur vikum.