Vísindavaka Rannís sem haldinn var föstudaginn 25. september 2009 í Listasafni Reykjavíkur heppnaðist vel. Níu vísindamenn frá Landspítala töku þátt í sýningunni. Þeir voru allir með veggspjöld og einnig með sýnishorn í tölvutæku formi sem útskýrðu nánar verkefnin.
Vísindamennirnir voru til staðar allan tímann fyrir sýningagesti til þess að svara spurningum þeirra og fengu talsverða athygli gesta.
Í ár voru á áhugaverðar rannsóknir kynntar fyrir almenningi. Má þar nefna rannsóknir er varða svefnvandamál barna (Arna Skúladóttir), fyrirbyggjandi aðgerðir þunglyndis meðal unglinga (Eiríkur Örn Arnarson) og byltur fullorðinna (Eygló Ingadóttir). Einnig voru kynntar niðurstöður rannsókna um næringu aldraðra og hreyfingu (Atli Árnason og Ólöf Guðný Geirsdóttir), verkir og verkjalyfjameðferð (Sigríður Gunnarsdóttir), vinnuálag sjúkraliða (Alda Ásgeirsdóttir) og fækkun óstöðugra kransæðasjúkdóma og reykingabanns (Þórarinn Guðnason). Auk þessa sýndu rannsakendur tæki er byggja á niðurstöðum rannsókna þeirra, tæki til mælingar á augnbotnum (Einar Stefánsson) og raförvun tauga (Þórður Helgason).