Undanfarið ár hefur verið unnið að því að skanna inn og skrá greinar úr Læknablaðinu frá árunum áður en það varð allt aðgengilegt á vef.
Skannaðar greinar eru aðgengilegar í Hirslunni. Nú eru 1000 greinar í fullum texta úr Læknablaðinu komnar þar inn.
Karenina Chiodo og Ósvaldur Þorgrímsson hafa unnið að skönnun og skráningu greinanna. Ósvaldur er umsjónarmaður Hirslunnar sem geymir fjölda greina eftir starfsfólk spítalans. Þau hafa einnig skannað inn fyrstu tölublöð nokkurra íslenskra heilbrigðistímarita.
Bókasafnið varðveitir á prentuðu formi eldri árganga fjölmargra heilbrigðistímarita.