Kvenlækningadeild 21A er nú lokuð frá kl. 20:00 á föstudögum til kl. 07:00 á mánudögum. Vegna þessara breytinga sinnir bráðamóttaka 10D á Landspítala um helgar bráðatilfellum sem upp koma í tengslum við aðgerð eða aðra meðferð á kvenlækningadeild 21A, allt að 2 vikum eftir meðferðina.
Um helgar sinnir bráðamóttaka 10D einnig konum með krabbamein í kvenlíffærum sem hafa verið í meðferð og eru í eftirliti á kvenlækningadeild.
Öðrum konum sinnir deildin eingöngu eftir tilvísunum frá læknum enda hafi þeir áður haft samband við lækni kvennadeilda og tilkynnt um tilfellið.
Þunguðum konum með bráðavandamál verður vísað til skoðunar á 22A meðgöngu- og sængurkvennadeild til frekari skoðunar .