Boðað hefur verið til stofnfundar styrktarfélags fyrir kvennadeildir Landspítala í safnaðarheimili Háteigskirkju 7. desember 2009, kl. 20:00.
Samkvæmt tillögum að samþykktum fyrir félagið á það að heita "Styrktarfélagið Líf".
Tilgangur félagsins er að styrkja kvennadeildir Landspítala, bæta aðbúnað kvenna á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið mun vinna að líknar- og mannúðarmálum.
Í sumar var hafist handa við breytingar á sængurkvennagangi og enn vantar 80 milljónir til að ljúka þeim framkvæmdum. Búið er að sameina meðgöngu- og sængurkvennadeildir í eina deild sem er nú í ófullgerðu húsnæði, þar af eru um 110 fermetrar vannýttir.
Fyrsta verkefni félagsins snýr að þessum framkvæmdum.
Undirbúningsnefndin hvetjur alla, jafnt konur sem karla, sem vilja leggja þessu máli lið til að mæta á stofnfundinn og gerast félagar í Styrktarfélaginu Líf.