Sigrún Knútsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Landspítala Grensási og fyrrverandi formaður Félags íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ), hefur hlotið verðlaun Evrópudeildar heimssambands sjúkraþjálfara (ER-WCPT). Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna 27. maí 2010.
Sigrún fær verðlaunin fyrir mikilsvert framlag til alþjóðlegs samstarfs sjúkraþjálfara. Í umsögn dómnefndar um verðlaunin segir m.a.: "She has made a substantial contribution to the profession of physiotherapy in Europe through her clinical / educational role in Spinal Injuries, and her role in the many positions she has held in ER - WCPT."
Sigrún Knútsdóttir hefur starfað á Landspítala í fjölmörg ár og hefur jafnframt um árabil tekið á árangursríkan hátt þátt í alþjóðlegu samstarfi fyrir hönd íslenskra sjúkraþjálfara.
Skylt efni:
Upplýsingavefur Evrópudeildar heimssambands sjúkraþjálfara (ER - WCPT)