Sjúkraþjálfunin á Grensási á nú vandaðan boxpúða og góða boxhanska. Box hefur reynst mjög góð þolþjálfun og kemur boxpúðinn að góðum notum við sjúkraþjálfun og líkamsrækt sjúklinga á Grensási.
Sveinn Kristjánsson gaf boxpúðann og boxhanskana. Hann hefur að undanförnu verið í endurhæfingu á Grensási og m.a. nýtt sér frumstæðan boxbúnað sem sjúkraþjálfararnir höfðu sett upp. Sveinn átti afmæli 7. desember og útskrifaðist af deildinni þann dag. Í tilefni af því færði hann sjúkraþjálfuninni á Grensási gjöfina.