Landspítali og Vodafone hafa samið um fastlínu- og farsímaþjónustu fyrir spítalann. Björn Zoëga forstjóri spítalans og Ómar Svavarsson forstjóri Vodafone undirrituðu samning þess efnis 22. desember 2009.
Heildarverðmæti samningsins til þriggja ára er tæpar 180 milljónir króna og skilar hann verulegum fjárhagslegum ávinningi fyrir spítalann. Landspítali hefur haft sams konar samning við Vodefone í 7 ár. Hins vegar var ákveðið að bjóða út þessa þjónustu aftur og var í kjölfar útboðs gengið til samninga við Vodafone.
Í samningnum er sérákvæði sem snýr beint að starfsmönnum spítalans. Þeir sem eru með GSM síma á vegum spítalans geta valið sér einn gjaldfrjálsan vin innan Vodafone kerfisins.