Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra heimsótti nokkrar deildir Landspítala 7. janúar 2010 ásamt fylgdarfólki úr heilbrigðisráðuneytinu, Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum, Berglindi Ásgeirsdóttur ráðuneytisstjóra, Sveini Magnússyni yfirlækni og Ragnheiði Haraldsdóttur skrifstofustjóra. Gestirnir skoðuðu slysa- og bráðadeild, röntgendeild, bæklunarskurðdeildir og skurðstofur og smitsjúkdómadeild á Landspítala Fossvogi og fóru síðan á Klepp og loks á barna- og unglingageðdeild (BUGL). Þetta er fyrsta heimsókn Álfheiðar á Landspítala af þessu tagi síðan hún tók við embætti heilbrigðisráðherra.
Mynd úr heimsóknar heilbrigðisráðherra fyrir ofan: Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra í heimsókn á Landspítala 7. janúar 2010. Hér er hún á bæklunarskurðlækningadeild B5 ásamt deildarstjóranum, Ingibjörgu Hauksdóttur, Ragnheiði Haraldsdóttur skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, Halldóri Jónssyni jr. prófessor, og Birni Zoëga bæklunarskurðlækni og forstjóra Landspítala