Til stendur að móta nýja stefnu fyrir Landspítala til ársins 2016, eins og fram kom í mánudagspistli forstjóra á upplýsingavefnum 11. janúar 2010. Ætlunin er að ljúka sjálfri stefnumótunarvinnunni fyrir páska.
Stýrihópur stefnumótunar
Björn Zoëga forstjóri, formaður
Aron Björnsson yfirlæknir
Hildur Helgadóttir innlagnarstjóri
Margrét I. Hallgrímsson verkefnastjóri
María Heimisdóttir yfirlæknir
Már Kristjánsson yfirlæknir
Sigurbergur Kárason yfirlæknir
Guðfinna S. Bjarnadóttir ráðgjafi aðstoðar við stefnumótunina.
Stýrihópurinn hefur þegar tekið til starfa og mun leita til starfsmanna spítalans í stórum og smáum hópum á næstu vikum. Lögð er áhersla á að allir hafi tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að. Í því skyni verður einnig opnuð sérstök síða á heimavef LSH þar sem verður að finna fréttir af framvindu vinnunnar og kallað eftir athugasemdum, tillögum og endurgjöf starfsmanna.
Tekið hefur verið í notkun netfangið stefnumotun@landspitali.is og eru allir sem vilja hvattir til að hafa áhrif á stefnumótun LSH með því að senda stýrihópnum línu.