Mannauðssvið og vísinda-, mennta- og gæðasvið hafa gefið út nýjar reglur um auðkenniskort fyrir nemendur og kennara á Landspítala. Samkvæmt þeim skal nemandi á Landspítala bera sérstakt auðkenniskort með grænni rönd (nemakort).
Á nemakorti skal koma fram nafn nemans, gildistími kortsins og hvers konar nemi
viðkomandi er. Nemanda er skylt að bera þetta kort við nám og störf á Landspítala
þannig að það sé sýnilegt sjúklingum, starfsmönnum, aðstandendum, öryggisvörðum og
öðrum. Kennari sem ekki starfar við spítalann en stundar kennslu í húsnæði hans skal bera aukenniskort með rauðri rönd.
Auðkenniskort - Reglur fyrir nemendur og kennara á Landspítala