Vegna sameiningar slysa- og bráðadeildar í Fossvogi, göngudeildar G3 í Fossvogi og bráðamóttöku við Hringbraut hefur verið ráðið í stöður yfirlækna bráðadeildar á G2 og bráða- og göngudeildar á G3.
Elísabet Benedikz hefur verið ráðin yfirlæknir bráðadeildar á G2 í Fossvogi. Ráðning hennar er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd Landlæknisembættis og viðtala. Elísabet er sérfræðingur í bráðalækningum, almennum lyflækningum og að auki í gjörgæslulækningum sem undirgrein við almennar lyflækningar. Elísabet hefur meistarapróf í stjórnsýslufræðum. Hún hefur 10 ára starfsreynslu sem sérfræðilæknir, þar af starfað sem slíkur á slysa- og bráðadeild frá árinu 2002. Hún hefur stjórnunarreynslu bæði sem yfirlæknir og aðstoðaryfirlæknir. |
||
Ólafur Ragnar Ingimarsson tekur við starfi yfirlæknis á bráða- og göngudeild á G3. Ólafur er settur í starfið til eins árs. Ólafur er sérfræðingur í bráðalækningum og almennum skurðlækningum. Ólafur var yfirlæknir á Sjúkrahúsi Skagfirðinga og síðar á Sjúkrahúsi Suðurlands. Hann hefur starfað sem sérfræðilæknir í 25 ár, þar af á slysa- og bráðadeild frá árinu 1998. |