Nýtt skipulag geðsviðs Landspítala tók gildi 1. janúar 2010. Þjónustunni er skipt eftir meðferðarleiðum til að mæta þörfum notenda á mismunandi stigi sjúkdómsástands:
- Ferli- og bráðamóttaka
- Fíknigeðdeild
- Móttökudeildir
- Endurhæfing
- Öryggis- og réttargeðþjónusta
Lögð er áhersla á þátttöku í geðheilbrigðisþjónustu þar sem geðsvið veitir stuðning og er í samvinnu við heilsugæslu og aðra velferðarþjónustu utan sjúkrahúsa. Veitt er göngudeildar- og samfélagsgeðþjónusta auk þess sem geðsvið er leiðandi í geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfðum vandamálum og endurhæfingu geðfatlaðra. Markmið með starfseminni er að eftir meðferð verði fólk hæfara til að takast á við daglegt líf og bæta þannig líðan allrar fjölskyldunnar.
Landspítali er háskólasjúkrahús og því eru fræðsla, þjálfun og rannsóknarstörf starfsfólks og nemenda í geðheilbrigðisfræðum samtvinnuð starfsemi á geðsviði.