Landspítali Hringbraut hefur verið lýstur upp í rauðum lit, ásamt aðalbyggingu Háskóla Íslands, til að minna á forvarnir hjá konum vegna hjarta- og æðasjúkdóma.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga má úr líkum á þessum sjúkdómunum. Þetta er alheimsátak á vegum World Heart Federation. Verndari átaksins hér á landi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
GoRed dagurinn 21. febrúar 2010
Dagskrá á Akureyri og í Reykjavík