Vísindaráð Landspítala auglýsir eftir ágripum að veggspjöldum fyrir veggspjaldasýningu sem haldin verður á Vísindum á vordögum 2010. Skilafresti lýkur föstudaginn 19. mars 2010. Vísindaráð LSH hvetur alla til að taka þátt í þessari árlegu uppskeruhátíð vísindanna á Landspítala.
Veggspjöldin eiga að kynna vísindaleg verkefni og niðurstöður, ekki þróunar- og gæðaverkefni. Vísindaráð LSH velur veggspjöld eftir ágripunum og haft verður samband við höfunda samþykktra ágripa í lok mars.
Ungur vísindamaður ársins á LSH verður valinn úr hópi þeirra sem senda inn ágrip. Hann fær verðlaun og flytur 15 mínútna erindi um rannsókn sína á Vísindum á vordögum þann 4. maí 2010 í Hringsal.
Ágrip veggspjaldanna verða gefin út í sérstöku fylgiriti Læknablaðsins.
Gerð ágripa
1) Titill Nöfn höfunda og deildir Tölvufang aðalhöfundar eða tengiliðs |
2) Skipting meginmáls: Inngangur Markmið Aðferðir Niðurstöður Ályktun Meginmál ágripa á ekki að vera lengra en 1.500 letureiningar (u.þ.b. 240 orð). |
- Ágripin þurfa að vera á íslensku en veggspjöldin sjálf mega vera á ensku.
- Vanda ber til málfars við gerð ágripanna. Þau verða ekki prófarkalesin heldur prentuð eins og þau eru send inn.
- Ágrip skal senda rafrænt til visindarad@landspitali.is. Tengiliður er Sigríður Sigurðardóttur á vísinda-, mennta- og gæðasviði, sími 5705.
Námskeið um gerð veggspjalda
Vísinda-, mennta- og gæðasvið stendur fyrir námskeiði um gerð veggspjalda þann 24. mars kl. 12:00 - 13:00 í tölvustofu bókasafns LSH í Eirbergi. Kennarar eru Auðna Ágústsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.
Nánari upplýsingar og skráning í Námskrá LSH á vef spítalans.