Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar og formaður skipulagsnefndar Reykjavikur, er formaður dómnefndar vegna samkeppni um nýjan Landspítala sem heilbrigðisráðherra hefur skipað. Aðrir í dómnefndinnni eru Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, tilnefnd af Landspítala, Sigurlaug Lövdahl, skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs, tilnefnd af Háskóla Íslands, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, Aðalsteinn Pálsson verkfræðingur, tilnefndur af Verkfræðingafélagi Íslands og Finnur Björgvinsson, Sigríður Ólafsdóttir og Jakob Líndal arkítektar, tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands.
Samkeppnin hófst formlega 12. mars 2010 þegar hönnunarteymin fimm sem urðu hlutskörpust í forvali fengu keppnisgögnin. Á sama tíma var dómnefndin kynnt. Teymin eiga að skila tillögum sínum fyrir 10. júní og dómnefndin kynnir niðurstöðu sína 9. júlí.
Nánar í skýrslu á vef um nýja háskólasjúkrahúsið
Tengt efni:
Fimm hönnunarteymi valin vegna nýs Landspítala