Stjórn Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð ákváðu að styðja barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, á fyrstu góðgerðarviku félagsins en hún var dagana 9. til 13. nóvember 2009. Ákveðið var að styðja íslenskt málefni í þessari viku og varð BUGL fyrir valinu þar sem stuðningur við deildina þótti verðugt málefni og nemendunum fannst gaman að styðja önnur ungmenni.
Lárus Jón Björnsson er forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð en hann og Kristin Sveinsdóttir varaforseti félagsins afhentu BUGL ávísun eftir söfnina:
"Í vikunni var margt skemmtilegt gert, til að mynda var lukkuhjól í matsal skólans með fullt af vinningum sem nemendur og kennarar borguðu 500 krónur fyrir að snúa og rann allur ágóðinn óskiptur til BUGL. Einhverjir tóku að sér að klippa eða lita hár sitt og kennararnir létu ekki sitt eftir liggja og mættu allir með hárkollur í skólann einn daginn gegn "klinki" sem nemendur borguðu. Góðgerðatónleikar og góðgerðakvöld voru haldin ásamt því að bíll Blóðbankans og Vöffluvagninn aðstoðuðu okkur við að safna pening. Söfnunin stóð í fjóra daga og á föstudeginum hófst talning. Ljóst var að mun meira safnaðist en gert var ráð fyrir í upphafi og erum við ótrúlega stolt af framlagi nemenda og kennara Menntaskólans við Hamrahlíð, sem söfnuðu hvorki meira né minna en 401.981 þúsund krónum, sem munu vonandi nýtast BUGL vel."