Ella Kolbrún Kristinsdóttir dósent og Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari halda fyrirlestur og leiðbeina á námskeiði á Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi 26. mars 2010 fyrir Félag sænskra sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu. Þar verða kynntar nýjar aðferðir í þjálfun jafnvægis sem hafa verið hannaðar og þróaðar á Landakoti um nokkurt skeið og reynst mjög árangursríkar. Aðferðirnar byggjast á niðurstöðum rannsókna þeirra, þ.e. úr doktorsverkefni Ellu Kolbrúnar og meistaraverkefni Bergþóru.
Svíþjóðarferðin er til komin vegna greinar sem birtist í fagtímariti sænskra sjúkraþjálfara en þarlendur blaðamaður heimsótti sjúkraþjálfunina á Landakoti síðastliðið vor.
Blaðagrein um heimsóknina á Landakot
Dagskrá námskeiðsins í Svíþjóð