Hrund Magnúsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri sameinaðrar bráðamóttöku- og kvenlækningadeildar á kvenna- og barnasviði Landspítala frá og með 1. apríl 2010.
Hrund útskrifaðist með BSc próf í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1994 og hefur sótt ýmis námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ m.a. í stjórnun og leiðtogaþjálfun. Hún hefur starfað við hjúkrun skurðsjúklinga á 12G, á lyflækningadeild St. Jósefsspítala og frá árinu 2001 á kvenlækningadeild 21A á Landspítala. Hrund hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri á 21A og síðan gegnt afleysingarstöðu hjúkrunardeildarstjóra frá 2008.