Lionsklúbburinn Engey færði sjúkra- og iðjuþjálfun á endurhæfingardeildinni Grensási góðar og nytsamar gjafir nú vorið 2010. Um er að ræða uppfærslu á hugbúnaði Kine hreyfigreinis og vél- og hugbúnaði Kine vöðvarafrits, Dell fartölvu og hjólastól. Alls er búnaðurinn metinn á um 700 þúsund krónur.
Gjöfin var afhent á Grensási þriðjudaginn 4. maí og fengu félagar í Engey kynningu á húsakynnum og starfsemi deildarinnar að móttöku lokinni.