Á geðsviði útskrifuðust þann 11. maí 2010, í fyrsta sinn á Landspítala, leiðbeinendur í varnarviðbrögðum gegn ofbeldi. Áður höfðu þrír útskrifast með þetta nám frá Maudsley í London fyrir um áratug. Alls útskrifuðust nú sjö leiðbeinendur.
SFR Stéttarfélag í almannaþjónustu veitti geðsviði myndarlegan fjárstyrk til að standa straum af kostnaði við námskeiðið.
Umsjón með námskeiðinu hafði Jón Snorrason, hjúkrunardeildarstjóri á deild 15.
Á ljósmynd:
Hilmar Thor Bjarnason verkefnastjóri
Kristján Einarsson félagsliði
Guðmundur Sævar Sævarsson hjúkrunarfræðingur
Elín Helgadóttir sjúkraliði
Árni Tómas Valgeirsson stuðningsfulltrúi
Vésteinn Valgarðsson stuðningsfulltrúi
Valgeir Þór Hjartarson stuðningsfulltrúi
Jón Snorrason, deildarstjóri
María Einisdóttir mannauðsráðgjafi, geðsviði