Fjölskylduhátíðin Hólmstokk verður haldin á ÍR malarvellinum föstudaginn 28. maí 2010 til stuðnings barna- og unglingageðdeild Landspítala - BUGL og Barnaheillum.
Hátíðin byrjar kl. 18:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 22:00. Unglingar í Breiðholti vildu styrkja BUGL og Barnaheill. Margir tónlistarmenn gefa vinnu sína, þar á meðal Skítamórall, Friðrik Dór, 32C, Kristmundur Axel (sigurvegari söngvakeppni framhaldsskólana), Lára, Bee on Ice, Haffi Haff og fleiri. Hátið nýtur einnig stuðnings allmargra fyrirtækja.