Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, afhenti gjöfina 26. maí 2010, að viðstöddum helsta styrktaraðila félagsins í söfnun til kaupa á tækinu, Svölunum, félagi fyrrverandi flugfreyja. Félagið nýtti til þess helstu tekjulind sína sem er sala á jólakortum ár hvert. Viðstaddir voru einnig fulltrúar útskriftarbekkjarins 4NS í Kvennaskólanum í Reykjavík en hann veitti mikilvægan stuðning við kaupin á lyftukerfinu. Kvennaskólanemendurnir söfnuðu fé á góðgerðardögum í skólanum í vetur með áheitaakstri á hjólastólum frá Keflavík til Reykjavíkur.
MND félagið gaf sjúkraþjálfun í Fossvogi loftfest lyftukerfi - maí 2010 - Sara Hafsteinsdóttir yfirsjúkraþjálfari, Þórdís Ingólfsdóttir mannauðsráðgjafi, Kvennaskólanemarnir Heiðrún Sigurðardóttir, Börkur Smári Kristinsson og Guðmundur Már Gunnarsson, Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga. |
MND félagið gaf sjúkraþjálfun í Fossvogi loftfest lyftukerfi - maí 2010 - Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins með fulltrúum Svalanna, félags fyrrverandi flugfreyja, Soffíu Stefánsdóttir formanni og Bryndísi Guðmundsdóttur meðstjórnanda. |