Starfsmenn Landspítala tóku virkan þátt í heilsu- og hvatningaátakinu “Hjólað í vinnuna” sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð fyrir dagana 6. til 26. maí 2010. Meginmarkmið átaksins var að hafa áhrif á ferðavenjur fólks til og frá vinnu.
Þau lið sem hjóluðu flesta kílómetra í ár voru 4 manna lið frá notenda- og tækniþjónustu, Kjölsvínin og 10 manna lið endurkomunnar, G-þrí(r)hjólið. Kjölsvínin hjóluðu samtals 2.593 km. til og frá vinnu eða 648 km. hver liðsmaður meðan liðsmenn G-þrí(r)hjólsins hjóluðu 2.032 km. eða 203 km. hver liðsmaður. Lið frá 11B var í þriðja sæti og hjólaði 1.796 km. eða 179 km. hver liðsmaður.
Í ár skráðu 39 lið sig til leiks frá Landspítala eða 262 starfsmenn sem hjóluðu og/eða gengu í og úr vinnu samtals 22.026 km. eða 84 km. að meðaltali hver þátttakandi. Margar deildir sendu fleira en eitt lið til leiks, svo sem G3 sem var með 3 lið, gjörgæsla og BUGL með tvö lið.
Í fyrra tóku 217 starfsmenn þátt en 178 árið 2008 þannig að þátttaka hefur aukist um 20% á einu ári og um 47% frá árinu 2008.