Í ávarpi Önnu Stefánsdóttur kom meðal annars þetta fram:
Vigdís Magnúsdóttir fæddist árið 1931, hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1956 og námi í sjúkrahússtjórnun frá Norges Sykepleierhöyskole í Osló árið 1972. Hún starfaði við Landspítala óslitið í hart nær 30 ár, lengst af sem hjúkrunarforstjóri, en síðustu 4 árin sem forstjóri. Hún lét af því starfi árið1999. Vigdís lést á heimili sínu í Hafnarfirði 25. apríl 2009.
Vigdís helgaði því spítalanum stóran hluta starfsævi sinnar og bar hag starfseminnar ávallt fyrir brjósti. Áhugi hennar á framgangi Landspítala hélt áfram löngu eftir að hún lét af störfum og hún fylgdist vel með breytingum í starfseminni allt til hinsta dags.Velferð sjúklinganna hafði Vigdís alltaf í forgrunni og brennandi áhugi hennar á umbótum og nýjungum í hjúkrun helgaðist af hagsmunum þeirra.
Skylt efni:
Landspítali í 80 ár - sögusýning
Forseti Íslands opnaði sýninguna Landspítali í 80 ár