Kvenfélagið Hringurinn hefur fært nýrri bráða- og göngudeild Landspítala Fossvogi að gjöf margs konar búnað til meðferðar á börnum. Verðmæti hans nemur um 3,7 milljónum króna. Tekið var formlega við gjöfinni 10. ágúst 2010, að viðstöddum Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra sem var í heimsókn á bráðamóttökunni í Fossvogi til þess að fræðast um starfsemina þar í kjölfar sameiningar á bráðamóttökum spítalans í apríl síðastliðnum.
Búnaðurinn sem Hringurinn færði bráða- og göngudeild var blóðþrýstingsmælir, gipssög með ryksugu, Broselow endurlífgunarvagn fyrir börn með tilheyrandi vörum, ProPaq monitor til eftirlits á börnum, 2 hjólastólar og 3 eyrnahitamæla.
(Mynd: Ólafur Ragnar Ingimarsson yfirlæknir, Bryndís Guðjónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri, Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra, Valgerður Einarsdóttir formaður kvenfélagsins Hringsins, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri bráðasviðs og Sjöfn Hjálmarsdóttir varaformaður Hringsins.)