Rekstrarafgangur Landspítala á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 nam rúmum 35 milljónum króna, samkvæmt hálfsársuppgjöri sem Ríkisendurskoðun hefur staðfest. Í byrjun ársins var spítalanum gert að lækka rekstrarkostnaðinn um rúm 9% eða 3.400 milljónir króna. Með umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum sem gripið var til á öllum sviðum spítalans um áramót hefur tekist að ná þessu markmiði. Breytingar í starfseminni hafa gert kleift að minnka vakta- og yfirvinnukostnað og átak í innkaupum á sérhæfðum sjúkrahúsvörum og þjónustu hefur lækkað rekstrarkostnaðinn. Launakostnaðurinn hefur lækkað bæði vegna fækkunar starfsmanna og minni yfirvinnu sem breytingar í starfsemi og skipulagi hafa gert mögulegt. “Það hefur verið erfitt verk og sársaukafullt fyrir marga en með samstilltu átaki gengið furðu vel og án þess að öryggi sjúklinga hafi verið ógnað,” segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, í föstudagspistli sínum í dag.
Leit
Loka