Vísindasjóður Landspítala áformar að veita þrjá styrki, hvern að upphæð þrjár milljónir króna. Styrkirnir verða verkefnastyrkir, hliðstæðir styrkjum sem veittir eru úr öðrum opinberum samkeppnissjóðum.
Tilgangur hvatningarstyrkja Vísindasjóðs LSH er að styrkja rannsóknir sterkra rannsóknarhópa á Landspítala. Umsóknarfrestur rennur út 18. október 2010.
Leiðbeiningar vegna umsókna
Umsóknareyðublað
Markmið
Tilgangur hvatningarstyrkja Vísindasjóðs Landspítala er að styrkja rannsóknir sterkra rannsóknahópa á Landspítala sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu, meðal annars með birtingu vísindagreina í alþjóðlegum vísindaritum og öflunar stórra styrkja.
Form styrkja
Vísindasjóður áformar að veita þrjá styrki, hvern að upphæð þrjár milljónir króna. Styrkirnir verða verkefnastyrkir, hliðstæðir styrkjum sem veittir eru úr öðrum opinberum samkeppnissjóðum.
Nánari lýsing
Lögð er áhersla á bæði grunnrannsóknir og klínískar rannsóknir.
Styrkirnir eru ætlaðir til stærri verkefna sem eru líkleg til að leiða til birtinga í virtum alþjóðlegum vísindaritum.
Verkefnisstjóri skal vera starfsmaður Landspítala í að minnsta kosti 50% starfshlutfalli.
Verkefnisstjóri skal hafa mikla reynslu af stjórnun stórra rannsóknarverkefna sem hafa leitt til birtinga í alþjóðlegum virtum vísindatímaritum.
Verkefnisstjóri skal hafa aflað stórra styrkja til vísindarannsókna.
Vísindaverkefnið skal hafa skýr markmið og vel skilgreinda og varðaða verkefnisáætlun.
Í umsókninni skal gera skýra grein fyrir væntingum um afrakstur og ávinning verkefnisins.
Styrkirnir verða veittir á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna.
Sami einstaklingur getur aðeins sótt um einn styrk sem verkefnisstjóri. Vísindasjóður LSH veitir ekki fleiri en einn styrk til sama verkefnis.
Umsóknir
Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2010.
Vísindaráð Landspítala metur umsóknir fyrir hönd Vísindasjóðs LSH.
Nota skal sérstök umsóknareyðublað vísindaráðs Landspítala en þar er m.a. beðið um sérstaka greinargerð (hámark samtals 3 A4 bls.) um eftirfarandi atriði, sem vega mjög þungt þegar umsóknir eru metnar:
- Verkefnið stuðli að uppbyggingu á vísindalegri þekkingu á alþjóðlegan mælikvarða og aukinni þátttöku í alþjóðasamstarfi á sviði vísinda.
- Verkefnið miði að vel skilgreindum ávinningi fyrir skjólstæðinga spítalans.
- Verkefnið efli rannsóknahópa innan spítalans og þekkingarklasa innan hans.
- Verkefnið feli í sér samstarf öflugs hóps vísindamanna og þátttöku meistara- eða doktorsnema.
- Ávinningur styrkveitingar fyrir framgang verkefnisins sem sótt er um.
- Styrkveitingar úr Vísindasjóði Landspítala til fyrri vísindaverkefna verkefnisstjóra og stutt lýsing á framgangi/árangri þeirra verkefna, m.a. í formi greinabirtinga.
- Hvernig tryggja skal fjármögnun verkefnisins ef fjárhagsáætlun verkefnisins gerir ráð fyrir hærri fjárútlátum en 3 milljónum króna.
Úthlutun styrkja
Gert er ráð fyrir að úthlutun styrkja verði tilkynnt 1. desember 2010. Verkefnisstjórar þeirra verkefna sem verða styrkt halda opna kynningu á fyrirhuguðu verkefni við afhendingu styrkja, u.þ.b. 15 mínútur hver.