Vísindamenn frá Landspítala verða með veggspjöld og tæki á Vísindavöku Rannís 2010 í Listasafni Reykjavíkur milli kl. 17:00 og 22:00 föstudaginn 24. september og kynna rannsóknir sem hafa verðið gerðar á háskólasjúkrahúsinu.
Á síðustu árum hefur Rannís staðið fyrir Vísindavöku á haustin og hafa rannsakendur Landspítala tekið virkan þátt í þeim. Í ár verða einnig áhugaverðar rannsóknir kynntar fyrir almenningi.
- Áhrif sýklalyfjaónæmis á meðferð bráðrar miðeyrnabólgu í börnum
- Bólusetning gegn Neisseria meningitidis C á Íslandi
- Næring 7 til 9 ára skólabarna – íhlutandi rannsókn til að bæta mataræði
- Algengi þunglyndis meðal aldraðra með sykursýki af tegund 2 á Íslandi
- Geð- og atferlisbreytingar hjá einstaklingum sem greindir hafa verið með heilabilun og álag á aðstandendur
- Áhrif þyngdartaps og fiskneyslu á bólguþætti í blóði
- Tengsl vaxtarhraða í barnæsku við offitu á fullorðinsárum meðal Íslendinga sem fæddir eru 1912 til 1932
- Tengsl neyslu sykurskertra drykkjarvara á meðgöngu og fyrirburafæðinga
- Áhrif umhverfis á þátttöku í daglegu lífi: Sjónarhorn einstaklinga með mænuskaða
- Faraldsfræði mænuskaða og hryggbrota í slysum á Íslandi
- Taugasálfræði og taugasálfræðirannsóknir á LSH
Í vísindakaffi Rannís 22. september kl. 20:00-21:30 á Súfistanum í Máli og menningu Laugavegi munu Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans og Ólafur E. Sigurjónsson forstöðumaður stofnfrumuvinnslu og grunnrannsókna í Blóðbankanum fjalla um eiginleika stofnfrumna undir yfirskriftinni Stofnfrumur - tækifæri eða tálsýn?