Námskeið fyrir aðstandendur geðklofasjúklinga verður haldið á endurhæfingardeild geðsviðs á Landspítala Kleppi og hefst miðvikudaginn 29. september 2010. Námskeiðið verður á miðvikudögum frá kl. 14:00 til 16:00 í kennslustofu göngudeildarinnar á Kleppi.
Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi þriðjudaginn 28. september í síma 543 4200 á virkum dögum milli kl. 9:00 og 16:00 eða með tölvupósti á netfangið rebekkat@landspitali.is. Stefnt er að því að fjöldi þátttakenda fari ekki umfram 25. Námskeiðið er ókeypis.
Miðvikudaginn 29. september 2010
Þróun og einkenni geðklofa
Halldóra Jónsdóttir og Nanna Briem, sérfræðingar í geðlækningum
Miðvikudaginn 6. október 2010
Meðferð við geðklofa
Halldóra Jónsdóttir og Nanna Briem, sérfræðingar í geðlækningum
Um nauðungarvistanir og sjálfræðissviptingar
Kristófer Þorleifsson, sérfræðingur í geðlækningum
Miðvikudaginn 13. október 2010
Fjölskylduhjúkrun
Hjúkrunarfræðingar göngudeildar
Fjölskyldan og félagsleg þjónusta
Félagsráðgjafar göngudeildar
Miðvikudaginn 20. október 2010
Meðferðarúrræði og eftirfylgd
Kristófer Þorleifsson, sérfræðingur í geðlækningum
Sálfræðileg meðferð
Guðrún Íris Þórsdóttir, sálfræðingur
Miðvikudaginn 27. október 2010
Iðjuþjálfun
Iðjuþjálfar endurhæfingar
Sjúkraþjálfun og hreyfing
Sjúkraþjálfari/íþróttafræðingur endurhæfingar
Miðvikudaginn 3. nóvember 2010
Eftirfylgd og umræður