Á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. október fékk Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs, frumkvöðlaverðlaun Geðhjálpar 2010.
Umsögn dómnefndar: "Fyrir frumkvæði að nýjung í geðheilbrigðisþjónustu með stofnun samfélagsgeðteymis og náins samstarfs við fulltrúa notendaþjónustunnar".
Þessi verðlaun eru veitt þeim sem Geðhjálp þykir hafa skarað framúr með nýjungum eða frumkvæði í þjónustu við þá sem glíma við geðraskanir eða stuðlað að og kynnt úrræði sem fallin eru til þess að bæta geðheilsu.