Actavis hefur gefið krabbameinslækningadeild Landspítala þrjár dýnur sem ætlaðar eru alvarlega veikum sjúklingum. Dýnurnar voru afhentar á deild 11E við Hringbraut 15. október 2010.
Um er að ræða svokallaðar loftdýnur sem eru mjög mikilvægar fyrir sjúklinga sem geta lítið hreyft sig, hafa mikinn bjúg og viðkvæma húð. Miklu skiptir að létta á þrýstingi til varnar legusárum en þau geta myndast á nokkrum klukkutímum og verið mjög alvarleg. Dýnan skiptir lofti milli hólfa og minnkar þannig þrýsting og líkur á sárum. Sjúklingur fær þannig aukna vellíðan og hvíld.
Ólöf Þórhallsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Actavis á Íslandi afhenti Sigrúnu Önnu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi, Steinunni Ingvarsdóttur deildarstjóra og Óskari Þór Jóhannssyni krabbameinslækni gjafirnar
Þá afhenti Actavis krabbameinslækningadeild 11E styrk til að innrétta fjölskylduherbergi á deildinni en brýn þörf er á að bæta aðstöðuna fyrir aðstandendur sjúklinga.
Mynd: Ragna Kristjánsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir og Ólöf Þórhallsdóttir frá Actavis, Sigrún Anna Jónsdóttir, Steinunn Ingvarsdóttir og Óskar Þór Jóhannsson frá Landspítala.