Rannsóknarstofnun Landspítala og Háskóla Íslands í hjarta- og æðasjúkdómum verður stofnuð í Hringsal á Landspítala Hringbraut föstudaginn 5. nóvember 2010. Stofnfundurinn hefst kl. 15:00.
Rannsóknarstofnun LSH og HÍ í hjarta- og æðasjúkdómum verður miðstöð kennslu og rannsókna á sviði hjarta- og æðasjúkdóma. Þar verður samræming og framkvæmd rannsókna í hjarta- og æðasjúkdómum á LSH, kennsla og fræðsla í hjarta- og æðasjúkdómum og stuðlað að eflingu rannsóknarsamstarfs við aðra rannsóknarhópa sem stunda rannsóknir í skyldum greinum.
Rannsóknarstofnunin verður hluti af lyflækningasviði Landspítala og mun njóta aðstoðar og vera í samvinnu við Klínískt rannsóknarsetur LSH og HÍ.