Kvenfélagið Hringurinn gaf vökudeild Barnaspítala Hringsins nýlega rúmar 37 milljónir króna til tækjakaupa. Fjármununum var varið til kaupa á öndunarvélum, vöggum, hitaborðum, súrefnismettunarmælum og myndavél til að taka myndir af augnbotnum fyrirbura.
Félagið hefur í gegnum tíðina stutt ötullega við starfsemi Barnaspítala Hringsins og með þessari gjöf sýna Hringskonur enn á ný hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð sjúkra barna hér á landi.