Árleg jólakortasala kvenfélagsins Hringsins stendur yfir. Allur ágóði rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins.
Jólakortið 2010 er hannað af Bryndísi Guðjónsdóttur, Hringskonu. Kortin eru hvít og bera upphleypta gyllta eða silfurlitaða mynd af skreyttu jólatré. Áprentaður texti er „Gleðileg jól og farsælt komandi ár”.
Kortin eru seld í 10 stk. pökkum (5 gyllt og 5 silfurlituð) með hvítum umslögum á 1.000 kr. pakkinn.
Kortin eru seld í mörgum verslunum og hárgreiðslustofum, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Nefna má Lyf og heilsu, Hagkaup, Melabúðina, Úlfarsfell, Hjá Hrafnhildi og einnig ýmsa staði á Landspítala, svo sem á Barnaspítala Hringsins.
Fyrirtæki og aðrir sem þurfa mikinn fjölda af kortum, geta sent pöntun í tölvupósti á póstfangið: “hringurinn@simnet.is”. Fyrirtæki sem vilja fá merki sitt (logo) prentað í kortin geta haft samband við formenn jólakortanefndar Hringsins: Margréti (868 7425) eða Bryndísi (864 4362).
Þá hafa verið útbúin jólapakkakort (Til og Frá miðar) með sömu mynd en í fimm mismunandi litum. Þau kosta 500 kr. pakkinn (10 kort í öllum litunum) og fást í Hringsbúð, veitingastofu Hringsins í anddyri Barnaspítalans, og hjá Hringskonum. Hafa má samband við áðurnefnda formenn jólakortanefndar.