Vika bráðahjúkrunar er árlegur viðburður hjá hjúkrunarfræðingum á bráðasviði Landspítala sem stendur yfir frá 8. til 12. nóvember 2010.
Markmið með vikunni er að gera bráðahjúkrun sýnilega og efla framþróun þeirra hjúkrunarfræðinga sem að stafa á sviðinu. Í vikunni verða ýmsar uppákomur og fræðsluerindi sem tengjast bráðahjúkrun.
- Fimmtudaginn 11. nóvember býður fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga, í samstarfi við Icepharma, til fræðslukvölds.
- Vikunni lýkur á hjúkrunarþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á Grand Hóteli föstudaginn 12. nóvember.