Stofnað hefur verið ferlaráð til að skilgreina og kortleggja ferli "fyrirhugaðra innlagna" (elektívra) á Landspítala frá beiðni um innlögn til fyrstu endurkomu eftir útskrift. Þessi vinna er hluti af starfsáætlun sem á að framfylgja stefnu spítalans.
Vigdís Hallgrímsdóttir verkefnastjóri, ferlastjóri
Aðalsteinn Guðmundsson sérfræðilæknir
Davíð O. Arnar yfirlæknir
Helgi Kjartan Sigurðsson sérfræðilæknir
Hjördís Smith sérfræðilæknir
Kristín Jónsdóttir sérfræðilæknir
Lilja Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur
Marta K. Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur
Rósa Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur
Sigurlaug Magnúsdóttir deildarstjóri
Á bið- og vinnulistum fyrir innlögn á Landspítala eru rúmlega 2.400 einstaklingar. Fyrirhugaðar innlagnir eru um 8.000 á ári hverju (u.þ.b. 28% af legum) og meðallegutími er 6,0 dagar. Skipulag fyrirhugaðra innlagna hefur mikil áhrif á breytileika í starfsemi spítalans og frávik sem koma má í veg fyrir lengja bið eftir innlögn og legutíma sjúklinga.
Helstu markmið:
- Skilgreina meginferli fyrirhugaðra innlagna og gera tillögur til úrbóta.
- Samræma og einfalda verklag við innkallanir, undirbúning sjúkrahúslegu, innskrift og útskrift.
Ferlaráðið mun leggja áherslu á heildaryfirsýn yfir ferilinn, auk þess sem stofnaðir verða verkefnahópar um sértækari mál. Þá verður leitað til starfsmanna eins og þörf krefur.
Verkefnið er umfangsmikið og fyrsta verk ferlaráðs er að vinna verkefnislýsingu og skilgreiningu verkþátta. Afurðin verður tillaga að meginferli fyrirhugaðra innlagna á Landspítala ásamt tillögum að mælanlegum markmiðum.