Opið hús verður á endurhæfingardeildinni á Grensási við Álmgerði laugardaginn 20. nóvember 2010, kl. 13:00-16:00. Með því vill starfsfólk þakka fyrir frábærar undirtektir í söfnuninni „Á rás fyrir Grensás“ og gefa almenningi kost á að kynna sér starfsemina, skoða húsnæðið, m.a. nýja þjálfunaríbúð, og fyrirliggjandi tillögur um breytingar og nýbyggingu.
- Hollvinir Grensásdeildar og fleiri samtök sem starfa með deildinni verða á staðnum og kynna starf sitt.
- Boðið verður upp á mælingar á blóðþrýstingi, blóðsykri, súrefnismettun o.fl.
- Kaffi og vöfflur fást gegn vægu gjaldi.
- Hljómsveitin Silfurberg, Jóhanna Guðrún og Ingó "Veðurguð" sjá um tónlistina.