Anna Lilja Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, hættir að mestu störfum á Landspítala í dag, 23. nóvember 2011, til að vinna að sameiningu heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingaráðuneytis. Hún tekur síðan við starfi ráðuneytisstjóra hins nýja velferðarráðuneytis um næstu áramót. | |
María Heimisdóttir tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs á Landspítala en starfið verður síðan auglýst. Hún hefur um árabil verið yfirlæknir hag- og upplýsingadeildar spítalans, sem er hluti fjármálasviðs. Helga H. Bjarnadóttir mun leysa hana af sem yfirmaður deildarinnar. |
Anna Lilja Gunnarsdóttir lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1985, meistaraprófi í viðskiptafræði frá University of San Diego árið 1990, meistaraprófi í stjórnun heilbrigðisstofnana frá University of Southern California árið 1994 og doktorsprófi í stjórnun á heilbrigðissviði frá University of Southern California árið 2000. Hún hefur stýrt fjármálum á Landspítala frá árinu 2000, fyrst sem framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga og síðar framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Áður hafði hún gegnt störfum á Landspítalanum og verið bæði hjúkrunarframkvæmdastjóri og forstöðumaður áætlana- og hagdeildar Ríkisspítala. Um tíma starfaði hún sem ráðgjafi í heilbrigðismálum hjá ráðgjafarfyrirtækinu Arthur Andersen & Co. í Los Angeles og kenndi skamma hríð við Maric College of Medical Careers í Los Angeles.
Anna Lilja á þannig að baki langan og farsælan feril sem starfsmaður Landspítala á miklu breytingatímabili í starfseminni. Spítalinn stendur í þakkarskuld við hana fyrir vel unnin verk og óskar henni alls hins besta í nýju og vandasömu starfi.