Bylgja Kærnested tekur við starfi deildarstjóra hjartadeildar 14E/G á Landspítala Hringbraut 1. desember 2010.
Bylgja hóf störf á hjartadeild við Hringbraut árið 1997, sinnti almennum hjúkrunarstörfum, kennslu nemenda og tók þátt í ýmsum þróunarverkefnum á deildinni. Auk starfa á hjartadeildinni var Bylgja verkefnastjóri endurlífgunarnefndar frá 2005-2008. Bylgja var formaður hjúkrunarráðs frá 2008-2010.
Bylgja Kærnested lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 1997 og M.S prófi í hjúkrunarstjórnun frá sama skóla árið 2006.