Actavis styrkti fæðingardeild 23A á Landspítala með einnar milljónar króna framlagi til kaupa á Philips Avalon CTS, þráðlausri miðstöð fyrir fæðingarmonitor. Tækið hefur verið tekið í notkun. Það er með þráðlausa, vatnshelda monitorsenda sem mæla hjartslátt ófædds barns og styrk hríða hjá verðandi móður. Þráðlausu sendarnir gera konum sem þurfa að vera í síritun á hjartslætti fósturs mögulegt að vera á hreyfingu um deildina og fara í vatnsbað til verkjameðferðar. Thorvaldsenskonur, sem stutt hafa fæðingardeildina margsinnis undanfarin ár með gjöfum gáfu fimm hundruð þúsund krónur til kaupa á þessu tæki.
Leit
Loka