Áttatíu ár eru liðin í dag, 20. desember 2010, síðan fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á Landspítala. Það var þennan dag árið 1930.
Á afmælisári spítalans hefur minjanefnd hans staðið fyrir sögusýningu í elsta hluta gömlu byggingar Landspítalans við Hringbraut. Ákveðið hefur verið að framlengja sýninguna fram í janúar 2011. Sýningin er öllum opin, sjúklingum, gestum og starfsmönnum. Þegar komið er inn um aðalinnganginn (Kringluna) er gengið til hægri.