Gunnar Guðmundsson lungnalæknir á Landspítala og klíniskur prófessor við Háskóla Íslands skrifar grein í nýjasta tölublað The Clinical Respiratory Journal sem heitir Respiratory health effects of volcanic ash with special reference to Iceland. A review. Í greininni fjallar hann um mismunandi gerðir eldfjalla, um eldfjallaösku og lofttegundir. Þá lýsir hann gangi eldgossins í Eyjafjallajökli og áhrifum þess á flugsamgöngur. Einnig er fjallað um áhrif eldgossins í Lakagigum á heilsufar um víða veröld. Dregnar eru saman fyrri rannsóknarniðurstöður um áhrif eldfjallaösku á öndunarfæri og sagt er frá rannsóknum sem gerðar voru á lungnaheilsu eftir gosið í Eyjafjallajökli.
Leit
Loka