Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kom í fyrstu heimsókn sína á Landspítala 13. janúar 2011 til þess að fara um deildir og fræðast um starfsemi. Ráðherrann fór í þessari heimsókn á deildir í Fossvogi, bráðamóttöku, skurðstofur og gjörgæslu auk þess sem hann kynnti sér starfsemi á lungnalækninga- og taugalækningadeildum.
Með velferðarráðherra voru stjórnendur í hinu nýja velferðarráðuneyti, Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri velferðarþjónustu í ráðuneytinu.
Yfirmenn deildanna fræddu gestina auk Björns Zoëga, forstjóra Landspítala, og framkvæmdastjóra viðkomandi sviða sem eru Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir á bráðasviði, Vilhelmína Haraldsdóttir á lyflækningasviði og Lilja Stefánsdóttir á skurðlækningasviði.
Mynd: Fyrsta heimsókn velferðarráðherra á Landspítala - Guðbjartur Hannesson í Fossvogi 13. janúar 2011