Fæðingarþjónusta á Landspítala (myndbönd)
Fæðingarþjónusta Landspítala er kynnt á níu myndböndum á upplýsingavefnum. Með þeim er leitast við að gefa innsýn í þessa þjónustu spítalans.
Í nokkur ár hefur verðandi foreldrum staðið til boða að koma í heimsókn og fá kynningu á fæðingardeild og Hreiðri í svokölluðu „opnu húsi“ en svo er ekki lengur. Því er mætt með útgáfu myndbandanna.
Í fyrsta myndbandinu er staðsetningu kvennadeildanna lýst. Í öðru er farið er í gegnum byrjun fæðingar og síðan eru kynningar á fæðingardeildinni (23A) og Hreiðrinu (23B). Í einu myndbandinu er fjallað um þá valkosti sem bjóðast til verkjastillingar í fæðingu. Fjallað er um hvað tekur við þegar barnið er fætt og heimferðina. Farið er yfir það sem gott er að taka með sér í fæðingu og einnig eru upplýsingar fyrir aðstandendur.
Umsjón: Anna Sigríður Vernharðdóttir.
Handritshöfundar: Anna Sigríður Vernharðsdóttir, Árdís Ólafsdóttir, Esther Ármannsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Helga Sigurðardóttir og Rósa G. Bragadóttir.
Þulur: Anna Sigríður Vernharðsdóttir og Helga Sigurðardóttir.
Upptökur og hljóð: Ásvaldur Kristjánsson.
Myndböndin verða einnig á ensku og pólsku.