Ung brúðhjón, Friðrik Arilíusson og Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir sem giftu sig 27. nóvember 2010, kusu frekar að láta Barnaspítala Hringsins njóta stuðnings en fá gjafir í tilefni dagsins. Þau hafa nú fært Barnaspítalanum fullkominn Masimo súrefnismettunarmæli og leikstofunni ýmsar gjafir.
Íris Ösp og Friðrik báðu vini og vandamenn að leggja frekar inn litla upphæð á reikning í þágu Barnaspítala Hringsins en færa þeim gjafir á brúðkaupsdaginn. Alls söfnuðust þannig 315 þúsund krónur og fyrir þá upphæð fengust gjafirnar góðu.