Martin Ingi Sigurðsson, unglæknir á Landspítala, vann til verðlauna á alþjóðlegu vísindaþingi hjarta- og brjóstholsskurðlækna, Scandinavian Research in Cardiothoracic Surgery (SSRCTS) í Geilo í Noregi 4.-6. febrúar 2011). Martin Ingi hreppti önnur verðlaun í keppni um besta vísindaerindið á þinginu. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á þessu þingi.
Verkefni Martins Inga snýst um bráðan nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerðir og hefur hann unnið að þessum rannsóknum ásamt Sólveigu Helgadóttur kandidat undir handleiðslu Tómasar Guðbjartssonar prófessors.
Ljósmynd:: Vinningshafarnir Farhad Waziri frá Danmörku (besta veggspjaldið), Arkady Rutkovsky frá Noregi (besta erindið) og Martin Ingi Sigurðsson (annað besta erindið).